Það er svo gaman að syngja !

Ég á það til að "bresta í söng" þegar mér finnst það rétt og staður og stund er.  Ákveðið vandmál er kannski að ég á það til að fara ekki allveg rétt með texta og hef jafnvel farið rangt með í mörg ár.

Dæmi er td Áfram stelpur ekki það að ég haldi eitthvað sérstaklega uppá það lag, maður syngur bara það sem kemur í hausinn í það og það skiptið. 

Ég söng í 34 ár  "Já ég borið get og vil". Áttaði mig að vísu ekki á hvaða mál það var fyrir konur að geta borið,  og þótti illskiljanlegt að það væri svona eftirsóknarvert !

Það var svo konan mín sem kom heim með sönghefti með textum frá fyrsta kvennafrídeginum og þá sá ég að þar var talað um að þora ! "Já ég þori get og vil !!

Það var líka vinsælt hjá mér að raula með Ragnhildi Gísla. um draumaprinsinn sem hún sá taldi ég bregða fyrir á ballinu þegar hún var að vonast til þess að sjá Benjamín á ballinu !

Enskir textar hafa líka "legið" vel fyrir mér, td Prefab Sprout lagið Kings of rock and roll, þið munið kannski "hot dog jumping frog Albuquerque '  Ég söng I want cookie.

Bítlarnir sungu "she gotta ticket to right o.s.frv.  Ég gat ekki skilið hvað Bítlarnir væru að blanda einhverri íslenskri Siggu í málið.

Svo var ég eins að ég bara held flestir á því  að Helga Möller væri að tala um mestu eldvarna hátiðina þar til fyrir 4 árum.

Í restina kemur svo saga af ungum manni sem vildi endilega fara með bæn og sagði mjög þungur á brún og með festu þess sem er að fara að ræða mál við þá himnafeðga. "Það er komið vor, þúúú sem ert o.s.frv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Finnst þér rétt að hafa Brattinn aleinan ?  Hvað ef eitthvað kemur uppá ? 

Anna Einarsdóttir, 5.2.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Gunnar Níelsson

A,a,a sko Anna nú er pressa á Nelson.  Það sem stendur með mér í svona málum er hve staðfastur ég er. 

Nú á ég TVO vini !! 

Gunnar Níelsson, 5.2.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mér þykir

Höfundur

Gunnar Níelsson
Gunnar Níelsson
Ég er giftur, faðir þriggja barna, nautnaseggur, Akureyringur.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband