Hvorki vott né blautt !!

Eitt af því sem ég safna eru "gullkorn " sem menn láta frá sér fara í hita leiksins.

Hér koma nokkur dæmi.:

Lögregla hér í bæ sem þurfti að skamma háværan fanga sagði.  "Þegi þú! Þú færð hvorki vott né blautt.

Sami maður sagði líka. "Segðu mér kennitölu þína steinþegjandi og hljóðlalaust !"

Þessi er lika ættuð frá honum. "Annað hvort kem ég sjáfur eða á bílnum.

Félaginn talaði líka um "Vöntun á hæfileikaleysisskorti !

Með þessu bloggi hef ég unnið veðmál, átti að skrifa 3 færslur.  Búið og gert og get því hætt.

Vænti þess að fá vinning minn í fyrramálið, eða hvað Pétur ?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtileg gullkorn.  Á skemmtistað hafði maður nokkur verið til leiðinda.  Kona sem rak staðinn,  fékk nóg,  vatt sér að manninum og sagði:  "Ef þú ætlar að fá að vera hérna inni þá skaltu koma þér út."

Jens Guð, 4.2.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Góður Gunnar - ekki tel ég það öllu ólíklegt að umræddur lögreglumaður hafi eitt sinn leikið knattspyrnu með mér og fleirum!!...

Alltaf man ég þó eftir manninum sem fór á 22 á laugaveginum sem var rómaður hommastaður - hann fór vel í glasi og aldeilis ókynvilltur inn á staðinn, var þar með eitthvað bölvað vesen sem endaði með því að dyraverðirnir hentu honum "öfugum út".

Þorleifur Ágústsson, 4.2.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Brattur

... Gunni... ég bað þig um að vera bloggvinur... á ekki að samþyggja mann!!!???

Brattur, 4.2.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Gunnar Níelsson

Brattur vinur minn ég kann ekkert á þetta dæmi !    Þú ert 100% samþ. ef ég bara vissi hvernig ég ætti  að gera þannig ?

Ég mun leita ráða hjá sérfræðingum og þá fara hlutir vonandi að gerast

Gunnar Níelsson, 4.2.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Brattur

... þetta tókst Mr. Nelsson... mér finnst gaman að vera eini bloggvinurinn þinn, þarftu nokkuð fleiri!?... það er svo flott að vera einn á mynd á síðunni þinni...

Brattur, 4.2.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Gunnar Níelsson

Takið eftir, takið eftir !!  Lokað hefur verið fyrir skráningu á frekari bloggvinum á þessari síðu. 

Brattur er vinur minn

Gunnar Níelsson, 4.2.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mér þykir

Höfundur

Gunnar Níelsson
Gunnar Níelsson
Ég er giftur, faðir þriggja barna, nautnaseggur, Akureyringur.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband